Alþingiskosningar 2013

Á grundvelli úrslita þingkosninganna sem fóru fram árið 2009 voru gerðar þær breytingar að fækkað var um eitt kjördæmissæti í Norðvesturkjördæmi og fjölgað um eitt í Suðvesturkjördæmi, sbr. auglýsingu landskjörstjórnar nr. 433/2009.

Mörk kjördæma í Reykjavík breyttust ekki við þingkosningarnar 2013.

Meðal þess sem einkenndi alþingiskosningarnar 2013 var að 15 stjórnmálasamtök lögðu fram framboðslista, þar af 11 í öllum kjördæmum.

Stjórnmálasamtökin sem buðu fram í öllum kjördæmum voru: Björt framtíð, Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, Flokkur heimilanna, Framsóknarflokkur, Hægri grænir – flokkur fólksins, Lýðræðisvaktin, Píratar, Regnboginn – fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun, Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin – grænt framboð.

Tvö framboð komu aðeins fram í Reykjavíkurkjördæmunum: Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn.

Eitt framboð var aðeins í boði í Reykjavíkurkjördæmi suður, K-listi Sturlu Jónssonar.

Eitt framboð, Landsbyggðarflokkurinn, var aðeins í boði í Norðvesturkjördæmi.

Um kosningarnar
Kjördagur 27. apríl 2013
Mannfjöldi 321.857
Kjósendur á kjörskrá 237.807
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 73,6%
Greidd atkvæði 193.828
Kosningaþátttaka 81,5%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 60,2%
Kosningaþátttaka karla 81,1%
Kosningaþátttaka kvenna 81,9%
Kjördæmakjörnir þingmenn 54
Jöfnunarþingmenn 9
Heildarfjöldi þingmanna 63
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 189.023
Sjálfstæðisflokkur   26,7%  19 þingmenn
Framsóknarflokkur  24,4% 19 þingmenn
Samfylkingin 12,9% 9 þingmenn
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 10,9% 7 þingmenn
Björt framtíð 8,3% 6 þingmenn
Píratar  5,1%  3 þingmenn
Dögun  3,1%  
Flokkur heimilanna   3,0%  
Lýðræðisvaktin  2,5%  
Hægri grænir – flokkur fólksins 1,7%  
Regnboginn  1,1%  
Landsbyggðarflokkurinn  0,2%  
Alþýðufylkingin  0,1%  
Húmanistaflokkurinn 0,1%  
Sturla Jónsson, K-listi
 0,1%  
Jöfnunarþingmenn
Björt framtíð 3
Píratar  3
Samfylkingin  1
Sjálfstæðisflokkur 1
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 1
Kjördæmi og þingmenn 2013
Reykjavíkurkjördæmi suður 11 þingmenn
Reykjavíkurkjördæmi norður 11 þingmenn
Suðvesturkjördæmi 13 þingmenn
Norðvesturkjördæmi
8 þingmenn
Norðausturkjördæmi
10 þingmenn
Suðurkjördæmi
10 þingmenn
Þingmenn að loknum alþingiskosningum 27. apríl 2013
Reykjavíkurkjördæmi suður
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Hanna Birna Kristjánsdóttir Sjálfstæðisflokkur
2. Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokkur
3. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingin
4. Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokkur
5. Svandís Svavarsdóttir Vinstrihreyfingin – grænt framboð
6. Róbert Marshall Björt framtíð
7. Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkur
8. Karl Garðarsson Sjálfstæðisflokkur
9. Helgi Hjörvar Samfylkingin
Jöfnunarþingmenn
10. Jón Þór Ólafsson Píratar
11. Óttarr Proppé Björt framtíð
Reykjavíkurkjördæmi norður
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur
2. Frosti Sigurjónsson Framsóknarflokkur
3. Katrín Jakobsdóttir Vinstrihreyfingin – grænt framboð
4. Össur Skarphéðinsson Samfylkingin
5. Brynjar Níelsson Sjálfstæðisflokkur
6. Björt Ólafsdóttir Björt framtíð
7. Sigrún Magnúsdóttir Framsóknarflokkur
8. Árni Þór Sigurðsson Vinstrihreyfingin – grænt framboð
9. Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmenn
10. Helgi Hrafn Gunnarsson Píratar
11. Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingin
Suðvesturkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkur
2. Eygló Harðardóttir Framsóknarflokkur
3. Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokkur
4. Árni Páll Árnason Samfylkingin
5. Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkur
6. Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur
7. Guðmundur Steingrímsson Björt framtíð
8. Ögmundur Jónasson Vinstrihreyfingin – grænt framboð
9. Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokkur
10. Þorsteinn Sæmundsson Framsóknarflokkur
11. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingin
Jöfnunarþingmenn
12. Birgitta Jónsdóttir Píratar
13. Elín Hirst Sjálfstæðisflokkur
Norðvesturkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarflokkur
2. Einar K. Guðfinnsson Sjálfstæðisflokkur
3. Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokkur
4. Haraldur Benediktsson Sjálfstæðisflokkur
5. Guðbjartur Hannesson Samfylkingin
6. Elsa Lára Arnardóttir Framsóknarflokkur
7. Jóhanna María Sigmundsdóttir Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmaður
8. Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Norðausturkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarflokkur
2. Kristján Þór Júlíusson Sjálfstæðisflokkur
3. Höskuldur Þórhallsson Framsóknarflokkur
4. Steingrímur J. Sigfússon Vinstrihreyfingin – grænt framboð
5. Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkur
6. Valgerður Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokkur
7. Kristján L. Möller Samfylkingin
8. Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokkur
9. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Jöfnunarþingmaður
10 Brynhildur Pétursdóttir Björt framtíð
Suðurkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokkur
2. Ragnheiður E. Árnadóttir Sjálfstæðisflokkur
3. Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokkur
4. Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokkur
5. Páll Jóhann Pálsson Framsóknarflokkur
6. Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin
7. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokkur
8. Haraldur Einarsson Framsóknarflokkur
9. Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
10. Páll Valur Björnsson Björt framtíð